„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 16:36 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Þrótti. VÍSIR/VILHELM Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. „Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni. Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni.
Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó