Stólpagrín gert að Terry vegna stjörnustæla hans Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 22:00 John Terry var frábær varnarmaður en hann er sannarlega ekki allra. Getty Chelsea goðsögnin John Terry sat fyrir svörum í veigamiklu viðtali á dögunum og hefur ein saga hans vakið sérstaka athygli. Töluvert hefur verið grínast með hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Fleiri fréttir Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira
Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Fleiri fréttir Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira