Danijel Djuric á markið: Annars hefði ég aldrei fagnað svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:31 Danijel Dejan Djuric fær að halda markinu sínu á móti Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric og félagar í Víkingi eru einir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í þriðju umferðinni um helgina. Djuric var með mark og stoðsendingu í leiknum og heldur hann markinu sínu eftir að leikskýrslan hefur verið staðfest af KSÍ. Athygli vakti í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum að lýsandi leiksins á Stöð 2 Sport, vildi frá fyrstu sekúndu ólmur skrá markið sem sjálfsmark og að það yrði ekki skráð á Danijel Dejan. Danijel fagnaði samt markinu af miklu krafti og sannfærði greinilega dómara leiksins. Dómari leiksins skráði markið nefnilega strax á Danijel. Nú er búið að staðfesta skýrsluna og markið er enn skráð á Víkinginn eins og sjá má með því að skoða leikskýrslu leiksins á heimasíðu KSÍ. „Ég hélt fyrst að hann hefði snert boltann fyrst og síðan ég. Þetta er miklu skýrara að þetta er mitt mark. Ég stýri honum inn,“ sagði Danijel eftir að hann fékk að skoða upptökuna hér fyrir neðan. „Ég myndi ekki fagna svona ef ég hefði ekki vitað að þetta væri mitt mark,“ sagði Danijel. Hann er því hundrað prósent á því að hann eigi markið. „Það eru bara einhverjir gamlir karla í stúkunni sem sjá þetta ekki,“ sagði Danijel léttur. Það var vissulega mjög erfitt að sjá það í fyrstu hvort það var Danijel eða Blikinn Damir Muminovic sem sparkaði í boltann. Margar endursýningar og það er enn mikill efi. Vísir hefur nú hægt á upptöku af besta sjónarhorninu á markinu og má sjá hana hérna fyrir neðan. Með því að skoða þetta mjög hægt er hægt að reyna rýna betur í það hvor þeirra komst í boltann. Þar teljum við okkur ná að sanna það að dómari leiksins hafi gert rétt með því að skrá markið á Víkinginn. Nú getur þú lesandi góður metið það hvort að það sé ekki rétt að skrá markið á Danijel Djuric. Enn neðar má síðan sjá öll mörkin úr leiknum á eðlilegum hraða. Klippa: Mark Danijel Dejan Djuric á móti Blikum Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Athygli vakti í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum að lýsandi leiksins á Stöð 2 Sport, vildi frá fyrstu sekúndu ólmur skrá markið sem sjálfsmark og að það yrði ekki skráð á Danijel Dejan. Danijel fagnaði samt markinu af miklu krafti og sannfærði greinilega dómara leiksins. Dómari leiksins skráði markið nefnilega strax á Danijel. Nú er búið að staðfesta skýrsluna og markið er enn skráð á Víkinginn eins og sjá má með því að skoða leikskýrslu leiksins á heimasíðu KSÍ. „Ég hélt fyrst að hann hefði snert boltann fyrst og síðan ég. Þetta er miklu skýrara að þetta er mitt mark. Ég stýri honum inn,“ sagði Danijel eftir að hann fékk að skoða upptökuna hér fyrir neðan. „Ég myndi ekki fagna svona ef ég hefði ekki vitað að þetta væri mitt mark,“ sagði Danijel. Hann er því hundrað prósent á því að hann eigi markið. „Það eru bara einhverjir gamlir karla í stúkunni sem sjá þetta ekki,“ sagði Danijel léttur. Það var vissulega mjög erfitt að sjá það í fyrstu hvort það var Danijel eða Blikinn Damir Muminovic sem sparkaði í boltann. Margar endursýningar og það er enn mikill efi. Vísir hefur nú hægt á upptöku af besta sjónarhorninu á markinu og má sjá hana hérna fyrir neðan. Með því að skoða þetta mjög hægt er hægt að reyna rýna betur í það hvor þeirra komst í boltann. Þar teljum við okkur ná að sanna það að dómari leiksins hafi gert rétt með því að skrá markið á Víkinginn. Nú getur þú lesandi góður metið það hvort að það sé ekki rétt að skrá markið á Danijel Djuric. Enn neðar má síðan sjá öll mörkin úr leiknum á eðlilegum hraða. Klippa: Mark Danijel Dejan Djuric á móti Blikum
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira