Enski boltinn

„Hefði hann klippt tá­neglurnar værum við ekki að ræða þessa vítaspyrnukeppni“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mark Robins, þjálfari Coventry, var svekktur á svip eftir leik.
Mark Robins, þjálfari Coventry, var svekktur á svip eftir leik. Richard Heathcote/Getty Images

Coventry var hársbreidd, bókstaflega, frá því að vinna Manchester United á Wembley í dag í undanúrslitum FA bikarsins. 

Mark Robins, þjálfari Coventry, var að vonum svekktur að hafa tapað leiknum. Coventry tapaði í vítaspyrnukeppni en þjálfarinn minntist marksins sem Callum O'Wright skoraði í uppbótartíma framlengingar, það var dæmt af vegna rangstöðu sem stóð ansi tæp. 

„Hefði hann klippt táneglurnar værum við ekki að ræða þessa vítaspyrnukeppni.“

Þrátt fyrir svekkelsið var Robins afar stoltur af liði sínu og hrósaði þeim í hástert. 

„Þetta er vont í dag vegna þess að við vorum svo nálægt. Við skutum í slánna og skoruðum mark sem var dæmt af. Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum. Það verður lengi, lengi talað um þetta bikarævintýri í Coventry. Við megum ekki vera of svekktir“ sagði hann að lokum. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×