Erlent

Sprengjuhótun í Billund

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd úr safni af flugvellinum í Billund.
Mynd úr safni af flugvellinum í Billund. EPA

Flugvöllurinn í Billund í Danmörku hefur verið rýmdur vegna sprengjuhótunar. Talsmaður flugvallarins, Dan Prangsgaard, staðfestir þetta í samtali við Ekstra Bladet.

„Við gerum allt í okkar valdi til að hjálpa lögreglunni, þennig að við getum opnað flugvöllinn á ný sem fyrst,“ er haft eftir honum.

Allir ferðalangar og allt starfsfólk hefur verið beðið um að yfirgefa flugvöllinn. Einn er í haldi lögreglu vegna málsins.

Búist er við því að seinkanir verði á flugi til og frá Billund vegna málsins. Íslensku flugfélögin Play og Icelandair fljuga til Billund yfir sumartímann. Þau flug eru ekki hafin þetta árið. Þetta staðfesta upplýsingafulltrúar flugfélaganna, Birgir Olgeirsson hjá Play og Ásdís Pétursdóttir hjá Icelandair, við fréttastofu.

Lögreglan í Danmörku hefur líka beðið fólk um að vera ekki á flugvallasvæðinu, og biðlar til þeirra sem eru þar nú þegar að fylgja leiðbeiningum. Lögreglan segist ekki geta gefið upp frekari upplýsingar að svo stöddu.

Greint hefur verið frá því að fjöldi slökkviliðsbíla sé kominn á vettvang.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×