Enski boltinn

Håland tæpur fyrir stór­leikinn gegn Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óvíst er hvort Erling Braut Håland verði með gegn Chelsea í dag.
Óvíst er hvort Erling Braut Håland verði með gegn Chelsea í dag. EPA-EFE/Adam Vaughan

Erling Braut Håland er tæpur fyrir leik bikarmeistara Manchester City og Chelsea. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari Man City, á blaðamannafundi fyrir leikinn sem fram fer síðar í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Norðmaðurinn var tekinn af velli þegar Man City féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Hann var því ekki inn á þegar vitaspyrnukeppnin örlagaríka fór fram. Þar féll Man City úr leik og ljóst að liðið myndi ekki sigra Meistaradeildina annað árið í röð.

Håland ku enn vera að glíma við meiðsli og því er óvíst hvort hann geti tekið þátt í leik dagsins. Norski framherjinn hefur skorað 31 mark í öllum keppnum á leiktíðinni.

Leikur Man City og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 16.10.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×