Bandaríkin stöðvuðu fulla aðild Palestínumanna að SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:10 Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu, réttir upp hönd til þess að beita neitunarvaldi um umsókn Palestínumanna um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum. AP/Yuki Iwamura Ályktun um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðanna var felld í öryggisráðinu í kvöld þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði það ekki til marks um andstöðu þeirra við sjálfstætt ríki Palestínumanna. Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent