Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 16:01 Dvalarstaður Jóhanns er sagður vera í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta-fylki, Kanada. Getty Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV. Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV.
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira