Íslenski boltinn

Amanda verður best og FH-ingar grófastir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Amanda á ferðinni í meistaraleiknum í gær.
Amanda á ferðinni í meistaraleiknum í gær. vísir/anton

Samkvæmt könnun sem var gerð meðal leikmanna Bestu deildar kvenna þá verður Valskonan Amanda Jacobsen Andradóttir óstöðvandi á þessari leiktíð.

Leikmenn deildarinnar spá því nefnilega að hún verði besti og markahæsti leikmaður deildarinnar. Leikmenn spá því líka að hún verði seld fyrst í atvinnumennsku og hún er sá leikmaður sem aðrir leikmenn myndu helst vilja hafa í sínu liði.

Uppáhaldsvellir leikmanna eru svo Kaplakriki og Wurth-völlurinn í Árbæ. Erfiðustu vellirnir til að sækja heim eru aftur á móti N1-völlurinn að Hlíðarenda og Kópavogsvöllur.

Grófasta lið deildarinnar samkvæmt leikmönnum er svo FH þannig að það er gaman að heimsækja Krikann en það virðist geta haft sínar afleiðingar sömuleiðis.

Fylkir er svo það lið sem er spáð að komu mest á óvart og treyja Víkings þykir sú fallegasta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×