Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. apríl 2024 07:00 Varnarkerfi Ísraela og bandamanna þeirra náðu að koma í veg fyrir að næstum allar skotflaugar Íran lentu á skotmörkum sínum. Daglegt líf í Ísrael komst þannig fljótt aftur í fastar skorður. AP/Leo Correa Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira