„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 19:49 Þjálfarateymi ÍA fer sátt heim. Vísir/Hulda Margrét Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð. „Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn