Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 14:48 Benny Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024 Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent