Útkoman sem allir óttuðust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. apríl 2024 01:00 Varnarmálaráðherra Yoav Gallant á fundi hermálanefndar Ísraels. Getty Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei. Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei.
Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52