Útkoman sem allir óttuðust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. apríl 2024 01:00 Varnarmálaráðherra Yoav Gallant á fundi hermálanefndar Ísraels. Getty Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei. Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei.
Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52