Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 21:52 John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, ræði við fréttamenn í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01