Hollywood-lið Wrexham upp um deild annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:00 Komnir upp annað árið í röð. Wrexham Ævintýri Wrexham virðist engan endi ætla að taka. Liðið komst í dag, laugardag, upp um deild annað árið í röð þökk sé ótrúlegum 6-0 sigri á Forest Green. Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira