„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. apríl 2024 18:34 Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms. „Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
„Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00
„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01