Enski boltinn

Luke Littler skaut á Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Littler var ánægður með úrslitin á Anfield í gærkvöldi.
Luke Littler var ánægður með úrslitin á Anfield í gærkvöldi. Getty/Morgan Harlow

Sama kvöld og Liverpool mátti þola vandræðalegt tap á heimavelli í Evrópudeildinni þá hélt Manchester United stuðningsmaðurinn Luke Littler sæti sínu á toppnum í úrvalsdeildinni í pílu.

Hinn sautján ára gamli Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember og hann hefur fylgt því eftir með frábærri frammistöðu í úrvalsdeildinni.

Littler tapaði reyndar 6-3 í úrslitaleiknum á móti Michael van Gerwen í gærkvöldi en hann hélt toppsætinu með því að komast alla leið í úrslitaleikinn.

Littler stóðst ekki freistinguna eftir að hann frétti af úrslitunum á Anfield og skaut á Liverpool á samfélagsmiðlum.

„Ég er á toppnum ólíkt Liverpool,“ skrifaði Littler.

Littler hefur margoft sagt frá því hversu harður stuðningsmaður Manchester United hann er. Það er fátt sem gleður stuðningsmenn United þessa dagana nema kannski ófarir Liverpool sem eru hafa farið verið í vandræðum í mörgum af síðustu leikjum sínum.

Manchester United sló Liverpool út úr enska bikarnum og tók þá líka af toppnum með því að gera jafntefli við Liverpool. Þá er Liverpool nánast úr leik eftir 3-0 tap á heimavelli í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×