Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 15:08 Palestínumenn á flótta undan loftárásum Ísraela á borgina Khan Younis á sunnanverðri Gasaströndinni í janúar. AP/Fatima Shbair Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54