Fordæma kynleiðréttingaraðgerðir og staðgöngumæðrun Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 13:28 Frans páfi hefur fordæmt kynjafræði sem verstu hættuna sem steðji að mannkyninu um þessar mundir því hún sækist eftir því að eyða muninum á körlum og konum. AP/Gregorio Borgia Páfagarður lýsir kynleiðréttingaraðgerðum og staðgöngumæðrun sem alvarlegu broti gegn mannlegri virðingu í nýrri stefnuyfirlýsingu sem var birt í dag að skipan páfa. Afstaða kaþólsku kirkjunnar til þess er þannig sú sama og til þungunarrofs og líknardráps. Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar. Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar.
Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent