Fordæma kynleiðréttingaraðgerðir og staðgöngumæðrun Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 13:28 Frans páfi hefur fordæmt kynjafræði sem verstu hættuna sem steðji að mannkyninu um þessar mundir því hún sækist eftir því að eyða muninum á körlum og konum. AP/Gregorio Borgia Páfagarður lýsir kynleiðréttingaraðgerðum og staðgöngumæðrun sem alvarlegu broti gegn mannlegri virðingu í nýrri stefnuyfirlýsingu sem var birt í dag að skipan páfa. Afstaða kaþólsku kirkjunnar til þess er þannig sú sama og til þungunarrofs og líknardráps. Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar. Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar.
Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira