Lífsnauðsynlegur sigur Luton og markaveisla hjá Villa og Brentford Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 16:04 Carlton Morris fagnar hér sigurmarki sínu sem gæti reynst Luton Town mikilvægt. Vísir/Getty Luton vann afar mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þá fór fram mikill markaleikur þegar Aston Villa tók á móti Brentford. Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2 Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira