Langur batavegur framundan: „Ég grenjaði bara af sársauka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2024 07:31 Hallgrímur Mar Steingrímsson. Vísir/Hulda Margrét Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson verður frá um hríð vegna svæsinna veikinda sem herjuðu á hann á dögunum. Síðustu dagar hafa verið honum þungbærir. Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45
„Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30