Erlent

Fyrr­verandi dómarar saka Breta um brot á al­þjóða­lögum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um 32 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu frá því árásirnar hófust í október.
Um 32 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu frá því árásirnar hófust í október. AP/Mohammed Hajjar

Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn.

Í bréfinu, sem stílað var á forsætisráðherrann Rishi Sunak, segir að ástandið á Gaza sé hræðilegt. Í ljósi þess að alþjóðadómstóllinn í Haag hafi á dögunum sagt líkur á því að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð á svæðinu, séu bresk stjórnvöld knúin til að stöðva vopna sölu til þeirra, ellegar brjóti þau alþjóðalög.

Lögmennirnir segja að Bretum beri lagaleg skylda til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorð og því verði að stöðva vopnasöluna.

Í bréfinu, sem er sautján blaðsíður, er Sunak reyndar hrósað fyrir að kalla eftir vopnahléi á Gaza, en hann er hinsvegar gagnrýndur fyrir vopnasöluna og fyrir að hóta því að stöðva fjárveitingar til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.


Tengdar fréttir

Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa

Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki.

Brot á alþjóðalögum að framfylgja ekki skipunum Alþjóðadómstólsins

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem er menntuð í alþjóða- og Evrópulögum sem og mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti, segir bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag vera ofboðslega mikilvæga fyrir íbúa á Gasa og hafa mikla þýðingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×