Meiðslavandræði Man United ætla engan endi að taka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2024 07:01 Martraðartímabil Martínez heldur áfram. Michael Regan/Getty Images Það á ekki af Manchester United að ganga á þessari leiktíð en nú er ljóst að Victor Lindelöf og Lisandro Martínez verða frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik gegn Brentford á dögunum. Man United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Mason Mount kom Man Utd yfir í uppbótartíma en þrátt fyrir það tókst Brentford að jafna. Þegar þarna var komið við sögu hafði Man Utd misst tvo varnarmenn af velli. Raphaël Varane fór út af í hálfleik og Victor Lindelöf fór meiddur af velli á 69. mínútu. Í hans stað kom Argentínumaðurinn Lisandro Martínez en hann hafði ekki spilað síðan hann varð fyrir hnémeiðslum í 3-0 sigrinum á West Ham United þann 4. febrúar síðastliðinn. Það virðist sem Martínez hafi snúið alltof snemma til baka en nú hefur fengist staðfest að hann verður frá næsta mánuðinn vegna vöðvameiðsla. Sama er að segja um Victor Lindelöf sem meiddist aftan í læri í leiknum. Lisandro Martinez and Victor Lindelof will both be out of action for at least a month due to muscle injuries.Both players are aiming to be back before the end of the season.— Andy Mitten (@AndyMitten) April 2, 2024 Ekki virðist sem Varane hafi meiðst alvarlega en ekki hefur verið gefið út hvort hann missi af næstu leikjum liðsins. Þetta er enn eitt áfallið sem Man Utd verður fyrir en segja má á að það sé bölvun á varnarmönnum liðsins. Tyrell Malacia á enn eftir að spila leik, Martínez var að meiðast í þriðja sinn og hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum, Luke Shaw hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum og Aaron Wan-Bissaka 19 talsins. Þá hafa bæði Harry Maguire og Varane misst af fjölda leikja vegna meiðsla. Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur og Aston Villa um 5. sætið sem gæti gefið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Man United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Mason Mount kom Man Utd yfir í uppbótartíma en þrátt fyrir það tókst Brentford að jafna. Þegar þarna var komið við sögu hafði Man Utd misst tvo varnarmenn af velli. Raphaël Varane fór út af í hálfleik og Victor Lindelöf fór meiddur af velli á 69. mínútu. Í hans stað kom Argentínumaðurinn Lisandro Martínez en hann hafði ekki spilað síðan hann varð fyrir hnémeiðslum í 3-0 sigrinum á West Ham United þann 4. febrúar síðastliðinn. Það virðist sem Martínez hafi snúið alltof snemma til baka en nú hefur fengist staðfest að hann verður frá næsta mánuðinn vegna vöðvameiðsla. Sama er að segja um Victor Lindelöf sem meiddist aftan í læri í leiknum. Lisandro Martinez and Victor Lindelof will both be out of action for at least a month due to muscle injuries.Both players are aiming to be back before the end of the season.— Andy Mitten (@AndyMitten) April 2, 2024 Ekki virðist sem Varane hafi meiðst alvarlega en ekki hefur verið gefið út hvort hann missi af næstu leikjum liðsins. Þetta er enn eitt áfallið sem Man Utd verður fyrir en segja má á að það sé bölvun á varnarmönnum liðsins. Tyrell Malacia á enn eftir að spila leik, Martínez var að meiðast í þriðja sinn og hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum, Luke Shaw hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum og Aaron Wan-Bissaka 19 talsins. Þá hafa bæði Harry Maguire og Varane misst af fjölda leikja vegna meiðsla. Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur og Aston Villa um 5. sætið sem gæti gefið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira