Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2024 08:48 Frá Vogaflugvelli í Færeyjum. Flugbrautin er 1.800 metra löng. Lenging hennar árið 2012 kallaði á miklar uppfyllingar og umdeilt hvort gerlegt eða skynsamlegt sé að lengja hana meira. Vága Floghavn Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. Eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í mánuðinum telst 757-þotan vera með of breitt vænghaf fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga og má því ekki nota hann. Hún hefur engu að síður farið nokkrar ferðir með lax til New York og einnig til Brussel en sækja þurfti um undanþágu til danskra samgönguyfirvalda. Það eru þó ekki öryggisreglur danskra skriffinna sem eru raunverulega vandamálið heldur takmörkuð lengd flugbrautarinnar. Boeing 757-þotan er raunar þekkt fyrir að þurfa stutta flugbraut, miðað við svo stóra flugvél, og 1.800 metra löng brautin í Vogum dugar undir flestum kringumstæðum, eins og fyrir tveggja tíma flug með lax til Brussel. En ekki þegar hún þarf að komast fullhlaðin í sjö tíma flug til New York. Boeing 757-þota FarCargo, Eysturoy, lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli þann 5. mars síðastliðinn.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Með 35 tonn af laxi og fulla eldsneytisgeyma þarf hún um 2.100 metra langa braut til flugtaks. Í flugferðunum til New York til þessa hefur hún því þurft að taka á loft í Færeyjum með lágmarkseldsneyti en millilenda í Keflavík til eldsneytistöku með tilheyrandi aukakostnaði, eins og lendingargjöldum. Bæjarstjóri Þórshafnar telur fullreynt að flugvöllurinn í Vogum dugi til að mæta nútímakröfum og þörfum Færeyinga. Hann segir það pínlegt að ekki sé hægt að flytja verðmætustu útflutningsafurð eyjanna út með flugi. Hann vill því dusta rykið af aldarfjórðungs gömlum áformum um gerð nýs flugvallar á Glyvursnesi rétt utan við höfuðstað eyjanna. Heðin Mortensen, bæjarstjóri Þórshafnar, við Boeing 757-þotu FarCargo á Vogaflugvelli. Í Færeyjum er starfsheiti hans borgarstjóri.Heðin Mortensen/instagram Á þeim tíma var um tveggja stunda ferðalag milli Þórshafnar og Vogaflugvallar og þurfti að taka ferju milli eyjunnar Voga og Straumeyjar. Vogagöngin, fyrstu neðansjávargöng Færeyja, styttu aksturstímann niður í um 40 mínútur árið 2002. Árið 2012 var flugbrautin í Vogum svo lengd úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og áform um völl á Glyvursnesi voru lögð til hliðar. „Ég hef ákveðið að setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá. Ég ætla að kanna pólitískar undirtektir, kanna kostnað og fjármögnunarleiðir,“ segir Heðin Mortensen í viðtalinu við Kringvarpið og tekur fram að vinnan sé þegar hafin. Svona er flugbraut á Glyvursnesi teiknuð í skýrslu fyrir landsstjórn Færeyja frá árinu 2006.Landsverk Á Glyvursnesi er talið að koma megi fyrir 2.700 metra langri flugbraut sem myndi liggja í um eitthundrað metra hæð yfir sjávarmáli. Í skýrslu sem landsstjórn Færeyja lét gera árið 2006 kom fram að helsti kostur flugvallar þar væri nálægð við Þórshöfn en annar flugbrautarendinn yrði aðeins þrjá kílómetra sunnan bæjarins. Þessi nálægð var reyndar einnig nefnd sem ókostur vegna ónæðis sem flugvöllurinn gæti valdið byggðinni. Það var breski herinn sem upphaflega lagði flugvöllinn í Vogum á stríðsárunum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og var hann tekinn í notkun árið 1942. Eftir að seinni heimsstyrjöld lauk gerði félag í eigu Færeyinga skammvinna tilraun til flugrekstrar. Það leigði Douglas Dakota-flugvél sumarið 1946 sem bauð upp á nokkrar ferðir milli Færeyja, Prestvíkur í Skotlandi og Kaupmannahafnar en áhugi reyndist ekki nægur til að standa undir rekstrinum. Nánast engin starfsemi var þar allt til ársins 1963 þegar tveir framámenn í bænum Saurvogi í samstarfi við Flugfélag Íslands beittu sér fyrir því að flugvöllurinn yrði lagfærður og opnaður á ný. Flugfélag Íslands, fyrst flugfélaga, hóf síðan reglubundið áætlunarflug á DC 3-vélum, þristum. Flogið var frá Reykjavík til Færeyja á þriðjudagsmorgnum en vélin fór svo til Bergen í Noregi og Kaupmannahafnar og aftur til Færeyja. Síðan hélt vélin til Glasgow og til baka til Færeyja áður en haldið var aftur til Reykjavíkur á föstudegi. Flugfélag Íslands og síðar Flugleiðir héldu lengi uppi áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja á Fokker-vélum. Árið 1987 stofnuðu Færeyingar eigið flugfélag, Atlantic Airways, sem síðar tók yfir allt flug milli Íslands og Færeyja. Á því verður breyting þann 1. maí næstkomandi þegar Icelandair hefur á ný áætlunarflug til Færeyja, að þessu sinni frá Keflavík á Dash 8 Q400-vélum. Síðasta áætlunarflug Atlantic Airways frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja var árið 2018, sem sjá má hér: Stöð 2 fjallaði um flugmál Færeyinga í þessari frétt árið 2013: Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Lax Sjókvíaeldi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Matvælaframleiðsla Reykjavíkurflugvöllur Danmörk Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. 8. júní 2023 12:52 50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, einn Íslendingur og sjö Færeyingar. 26. september 2020 08:54 Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í mánuðinum telst 757-þotan vera með of breitt vænghaf fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga og má því ekki nota hann. Hún hefur engu að síður farið nokkrar ferðir með lax til New York og einnig til Brussel en sækja þurfti um undanþágu til danskra samgönguyfirvalda. Það eru þó ekki öryggisreglur danskra skriffinna sem eru raunverulega vandamálið heldur takmörkuð lengd flugbrautarinnar. Boeing 757-þotan er raunar þekkt fyrir að þurfa stutta flugbraut, miðað við svo stóra flugvél, og 1.800 metra löng brautin í Vogum dugar undir flestum kringumstæðum, eins og fyrir tveggja tíma flug með lax til Brussel. En ekki þegar hún þarf að komast fullhlaðin í sjö tíma flug til New York. Boeing 757-þota FarCargo, Eysturoy, lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli þann 5. mars síðastliðinn.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Með 35 tonn af laxi og fulla eldsneytisgeyma þarf hún um 2.100 metra langa braut til flugtaks. Í flugferðunum til New York til þessa hefur hún því þurft að taka á loft í Færeyjum með lágmarkseldsneyti en millilenda í Keflavík til eldsneytistöku með tilheyrandi aukakostnaði, eins og lendingargjöldum. Bæjarstjóri Þórshafnar telur fullreynt að flugvöllurinn í Vogum dugi til að mæta nútímakröfum og þörfum Færeyinga. Hann segir það pínlegt að ekki sé hægt að flytja verðmætustu útflutningsafurð eyjanna út með flugi. Hann vill því dusta rykið af aldarfjórðungs gömlum áformum um gerð nýs flugvallar á Glyvursnesi rétt utan við höfuðstað eyjanna. Heðin Mortensen, bæjarstjóri Þórshafnar, við Boeing 757-þotu FarCargo á Vogaflugvelli. Í Færeyjum er starfsheiti hans borgarstjóri.Heðin Mortensen/instagram Á þeim tíma var um tveggja stunda ferðalag milli Þórshafnar og Vogaflugvallar og þurfti að taka ferju milli eyjunnar Voga og Straumeyjar. Vogagöngin, fyrstu neðansjávargöng Færeyja, styttu aksturstímann niður í um 40 mínútur árið 2002. Árið 2012 var flugbrautin í Vogum svo lengd úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og áform um völl á Glyvursnesi voru lögð til hliðar. „Ég hef ákveðið að setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá. Ég ætla að kanna pólitískar undirtektir, kanna kostnað og fjármögnunarleiðir,“ segir Heðin Mortensen í viðtalinu við Kringvarpið og tekur fram að vinnan sé þegar hafin. Svona er flugbraut á Glyvursnesi teiknuð í skýrslu fyrir landsstjórn Færeyja frá árinu 2006.Landsverk Á Glyvursnesi er talið að koma megi fyrir 2.700 metra langri flugbraut sem myndi liggja í um eitthundrað metra hæð yfir sjávarmáli. Í skýrslu sem landsstjórn Færeyja lét gera árið 2006 kom fram að helsti kostur flugvallar þar væri nálægð við Þórshöfn en annar flugbrautarendinn yrði aðeins þrjá kílómetra sunnan bæjarins. Þessi nálægð var reyndar einnig nefnd sem ókostur vegna ónæðis sem flugvöllurinn gæti valdið byggðinni. Það var breski herinn sem upphaflega lagði flugvöllinn í Vogum á stríðsárunum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og var hann tekinn í notkun árið 1942. Eftir að seinni heimsstyrjöld lauk gerði félag í eigu Færeyinga skammvinna tilraun til flugrekstrar. Það leigði Douglas Dakota-flugvél sumarið 1946 sem bauð upp á nokkrar ferðir milli Færeyja, Prestvíkur í Skotlandi og Kaupmannahafnar en áhugi reyndist ekki nægur til að standa undir rekstrinum. Nánast engin starfsemi var þar allt til ársins 1963 þegar tveir framámenn í bænum Saurvogi í samstarfi við Flugfélag Íslands beittu sér fyrir því að flugvöllurinn yrði lagfærður og opnaður á ný. Flugfélag Íslands, fyrst flugfélaga, hóf síðan reglubundið áætlunarflug á DC 3-vélum, þristum. Flogið var frá Reykjavík til Færeyja á þriðjudagsmorgnum en vélin fór svo til Bergen í Noregi og Kaupmannahafnar og aftur til Færeyja. Síðan hélt vélin til Glasgow og til baka til Færeyja áður en haldið var aftur til Reykjavíkur á föstudegi. Flugfélag Íslands og síðar Flugleiðir héldu lengi uppi áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja á Fokker-vélum. Árið 1987 stofnuðu Færeyingar eigið flugfélag, Atlantic Airways, sem síðar tók yfir allt flug milli Íslands og Færeyja. Á því verður breyting þann 1. maí næstkomandi þegar Icelandair hefur á ný áætlunarflug til Færeyja, að þessu sinni frá Keflavík á Dash 8 Q400-vélum. Síðasta áætlunarflug Atlantic Airways frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja var árið 2018, sem sjá má hér: Stöð 2 fjallaði um flugmál Færeyinga í þessari frétt árið 2013:
Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Lax Sjókvíaeldi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Matvælaframleiðsla Reykjavíkurflugvöllur Danmörk Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. 8. júní 2023 12:52 50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, einn Íslendingur og sjö Færeyingar. 26. september 2020 08:54 Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40
Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. 8. júní 2023 12:52
50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, einn Íslendingur og sjö Færeyingar. 26. september 2020 08:54
Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15