Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Þurfi að gera úr­bætur en á­standið verið ýkt

Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­happ í fyrsta sinn í 25 ára sögu

Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Riðulaust Ís­land!

Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­ný og Sigurður Helgi til SI

Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­völlur Fær­eyinga fær að taka við stærri þotum

Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa risasekt Arnarlax

Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

„Slát­ur­hús­in standa tóm svo mánuðum skipt­ir“

Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að vera með neinar yfir­lýsingar“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, segist ætla að halda áfram þeim verkefnum sem Svandís Svavarsdóttir hefur sinnt í ráðuneytinu. Hún segist spennt takast á við ný verkefni sem ráðherra en að hún ætli að nýta daginn í að kynna sér málin í ráðuneytinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ólöf og Omry selja Kryddhúsið

John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2015 og framleiða í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum. Með kaupunum verður framleiðsla og vörulager flutt í Klettagarða 23 úr Flatahrauni í Hafnarfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur
Fréttamynd

Vill að Fær­eyjar fái nýjan flug­völl

Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins.

Erlent
Fréttamynd

Stjörnugrís sektaður fyrir ís­lenskan fána

Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni.

Neytendur
Fréttamynd

Einokunarmjólk?

Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt fram­fara­skref fyrir bændur og neyt­endur

Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskur matur

Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi.

Skoðun
Fréttamynd

Fær­eyska 757-þotan fær aðra ferð á Vogaflugvöll

Boeing 757-flutningaþota færeyska félagsins FarCargo hefur fengið undanþágu frá dönskum samgönguyfirvöldum til að lenda í Færeyjum í dag. Áform um reglulega fiskflutninga eru í uppnámi þar sem reglugerð fyrir Vogaflugvöll, eina flugvöll Færeyinga, takmarkar vænghaf þeirra flugvéla sem mega nota völlinn við allt að 36 metra en 757-þotan er með 41 metra breitt vænghaf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Fær­eyjum

Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill bros­karl eða súrkarl í glugga veitinga­staða

Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst.

Innlent
Fréttamynd

Á leið í gæslu­varð­hald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja.

Innlent