Icelandair flýgur til Færeyja Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. júní 2023 12:52 Færeyjar hafa í mörg ár verið vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum og nú verður enn auðveldara að ferðast þangað. Icelandair Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segir að flugtími flugferða til Færeyja verði ein klukkustund og 45 mínútur og þar sem flogið er með morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli þá tengist áfangastaðurinn mjög vel inn í leiðakerfi Icelandair í Keflavík. Einnig segir í tilkynningunni að Icelandair og færeyska flugfélagið Atlantic Airways hafi undirritað viljayfirlýsingu um samstarf enda liggi mikil tækifæri í að bjóða viðskiptavinum félaganna þægilegar tengingar á milli Færeyja og áfangastaða Icelandair í Evrópu og Norður-Ameríku. „Færeyjar eru vaxandi áfangastaður og við finnum fyrir miklum áhuga á flugi þangað hjá viðskiptavinum okkar um allan heim. Tengsl Færeyinga og Íslendinga hafa alltaf verið mikil og okkar von er sú að með aukinni ferðatíðni muni þau tengsl og samvinna styrkjast enn frekar,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni fréttanna. „Hlutverk Atlantic Airways er að tengja Færeyjar umheiminum. Við höfum átt í góðu samstarfi við Icelandair um áratugaskeið og tengt Færeyjar við Ísland. Bandarískir ferðamenn eru vaxandi hópur og mikilvægur fyrir færeyska ferðaþjónustu og þessi viljayfirlýsing greiðir leiðina að því að tengjast betur Íslandi og öflugu leiðakerfi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu,“ sagði Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, um viljayfirlýsingu flugfélaganna. Icelandair Fréttir af flugi Færeyjar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segir að flugtími flugferða til Færeyja verði ein klukkustund og 45 mínútur og þar sem flogið er með morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli þá tengist áfangastaðurinn mjög vel inn í leiðakerfi Icelandair í Keflavík. Einnig segir í tilkynningunni að Icelandair og færeyska flugfélagið Atlantic Airways hafi undirritað viljayfirlýsingu um samstarf enda liggi mikil tækifæri í að bjóða viðskiptavinum félaganna þægilegar tengingar á milli Færeyja og áfangastaða Icelandair í Evrópu og Norður-Ameríku. „Færeyjar eru vaxandi áfangastaður og við finnum fyrir miklum áhuga á flugi þangað hjá viðskiptavinum okkar um allan heim. Tengsl Færeyinga og Íslendinga hafa alltaf verið mikil og okkar von er sú að með aukinni ferðatíðni muni þau tengsl og samvinna styrkjast enn frekar,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni fréttanna. „Hlutverk Atlantic Airways er að tengja Færeyjar umheiminum. Við höfum átt í góðu samstarfi við Icelandair um áratugaskeið og tengt Færeyjar við Ísland. Bandarískir ferðamenn eru vaxandi hópur og mikilvægur fyrir færeyska ferðaþjónustu og þessi viljayfirlýsing greiðir leiðina að því að tengjast betur Íslandi og öflugu leiðakerfi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu,“ sagði Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, um viljayfirlýsingu flugfélaganna.
Icelandair Fréttir af flugi Færeyjar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá meira