Íslenski boltinn

„Erum bara á flottum stað miðað við árs­tíma“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Það var ef til vill ekki svona gott veður í kvöld en Pétur var þó mjög sáttur að leik loknum.
Það var ef til vill ekki svona gott veður í kvöld en Pétur var þó mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm

Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

„Við spiluðum vel í þessum leik og eftir svona frekar rólegan leik framan af kom betra flæði á sóknarleikinn hjá okkur eftir því sem líða tók á leikinn. Við létum boltann ganga vel og sköpuðum mörg góð færi og gerðum fjögur fín mörk,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sáttur að leik loknum.

„Eins og undanfarin ár eru þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum og nýir leikmenn eru bara að koma virkilega vel inn í hópinn. Við erum að búa til öflugt lið hérna á Hlíðarenda og erum á góðum stað,“ sagði hann um stöðu mála hjá Íslandsmeisturunum.

„Við erum bara á flottum stað miðað við árstíma og þessi leikur var bara mjög góður. Þeir leikmenn sem komu inn af varamannabekknum komu inn af krafti og það sýnir breiddina sem við höfum í leikmannahópnum,“ sagði Pétur enn fremur.

Valur mætir Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×