Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 10:47 Það var ekki annað að sjá í gær en að fjórmenningarnir sem voru handteknir og leiddir fyrir dómara hefðu verið beittir miklu harðræði af lögreglu. AP/Alexander Zemlianichenko Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira