Vísindamenn vilja friðlýsa vísindalega mikilvæg svæði á tunglinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 08:13 Vísindamenn sjá fyrir sér margs konar rannsóknir á tunglinu en frumkvöðlar horfa einnig til tunglsins með ýmis tækifæri í huga, til að mynda námugröft. Getty Vísindamenn kalla nú eftir því að ákveðin svæði á tunglinu verði friðlýst, til að tryggja að hægt verði að gera ákveðnar rannsóknir þar í framtíðinni. Margir ætla sér stóra hluti á tunglinu á næstu árum og áratugum. Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði. Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði.
Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira