Vísindamenn vilja friðlýsa vísindalega mikilvæg svæði á tunglinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 08:13 Vísindamenn sjá fyrir sér margs konar rannsóknir á tunglinu en frumkvöðlar horfa einnig til tunglsins með ýmis tækifæri í huga, til að mynda námugröft. Getty Vísindamenn kalla nú eftir því að ákveðin svæði á tunglinu verði friðlýst, til að tryggja að hægt verði að gera ákveðnar rannsóknir þar í framtíðinni. Margir ætla sér stóra hluti á tunglinu á næstu árum og áratugum. Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði. Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði.
Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira