Katrín prinsessa greindist með krabbamein Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:07 Prinsessan af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein í ávarpi á BBC. BBC Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. „Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið. Bretland Kóngafólk England Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið.
Bretland Kóngafólk England Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira