Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 07:21 Holtavörðuheiði er lokuð eins og stendur en lokunin verður endurskoðuð á hádegi. Vísir/Atli Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Þá er enn óvissustig í gildi á bæði Norður- og Vesturlandi vegna snjóflóðahættu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki hafi verið metin hætta í byggð á Norðurlandi en hús voru rýmd á Vestfjörðum í gær. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag að áframhald verði á hríðarveðri á norðanverðu landinu. Þar verði norðanátt og allt að 15 til 20 metrar á sekúndu, snjókoma og vægt frost og lítið ferðaveður, einkum á fjallvegum. Þar kemur einnig fram að sunnan heiða verði heldur hægari vindur, skýjað með köflum og hiti 2 til 8 stig. Eftir hádegi bætir í vind sunnan Vatnajökuls og verður þá norðvestan 18 til 23 metrar á sekúndu þar síðdegis. Varað er við því að aðstæður geti verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Seint í kvöld og í nótt dregur svo úr vindi og ofankomu. Þá verður norðlæg átt og 8 til 15 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á morgun, en dálítil snjókoma fram eftir degi norðaustantil. Frost 0 til 6 stig, en áfram frostlaust við suðurströndina. Erfitt og slæmt ferðaveður Hvað varðar færð um landið þá er hvöss norðlæg átt á fjallvegum um norðanvert landið og erfið akstursskilyrði vegna blindu í snjókomu. Skafrenningur er á fjallvegum um allt norðanvert landið í dag. Þá er einnig mjög hvasst og líkur á hviðum um 35 metra á sekúndu frá Öræfum og austur til Hafnar. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að lokað er um Fróðárheiði, Svínadal og Holtavörðuheiði á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er einnig víða lokað vegna veðurs og er einnig óvissustig víða vegna snjóflóðahættu. Það sama gildir um Norðurland og Norðausturland. Þar eru vegir á óvissustigi og er varað við því að þeir geti lokað með stuttum fyrirvara. Á Austurlandi er Fjarðarheiði ófær en verið er að moka og eystra Vatnsskarð á óvissustigi. Á Suðausturlandi er mikið af holum á vegi og hálka á Suðurlandi. Best er að athuga stöðu veðurs og færðar hjá Veðurstofu og Vegagerð áður en haldið er út. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Minnkandi norðlæg átt, 5-13 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst. Á sunnudag: Norðaustlæg átt 5-13 og stöku él sums staðar. Frost 1 til 9 stig, en hiti um eða yfir frostmarki sunnanlands. Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él á víð og dreif. Frost 0 til 12 stig, mildast syðst. Á þriðjudag: Vaxandi suðaustanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu og hita í kringum frostmark sunnantil. Hægari vindur, bjart með köflum og frost 2 til 8 stig í öðrum landshlutum. Á miðvikudag: Austlæg átt og slydda eða rigning, en bjartviðri norðantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með stöku él suðaustantil, en annars að mestu bjart. Veður Færð á vegum Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira
Þá er enn óvissustig í gildi á bæði Norður- og Vesturlandi vegna snjóflóðahættu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki hafi verið metin hætta í byggð á Norðurlandi en hús voru rýmd á Vestfjörðum í gær. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag að áframhald verði á hríðarveðri á norðanverðu landinu. Þar verði norðanátt og allt að 15 til 20 metrar á sekúndu, snjókoma og vægt frost og lítið ferðaveður, einkum á fjallvegum. Þar kemur einnig fram að sunnan heiða verði heldur hægari vindur, skýjað með köflum og hiti 2 til 8 stig. Eftir hádegi bætir í vind sunnan Vatnajökuls og verður þá norðvestan 18 til 23 metrar á sekúndu þar síðdegis. Varað er við því að aðstæður geti verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Seint í kvöld og í nótt dregur svo úr vindi og ofankomu. Þá verður norðlæg átt og 8 til 15 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á morgun, en dálítil snjókoma fram eftir degi norðaustantil. Frost 0 til 6 stig, en áfram frostlaust við suðurströndina. Erfitt og slæmt ferðaveður Hvað varðar færð um landið þá er hvöss norðlæg átt á fjallvegum um norðanvert landið og erfið akstursskilyrði vegna blindu í snjókomu. Skafrenningur er á fjallvegum um allt norðanvert landið í dag. Þá er einnig mjög hvasst og líkur á hviðum um 35 metra á sekúndu frá Öræfum og austur til Hafnar. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að lokað er um Fróðárheiði, Svínadal og Holtavörðuheiði á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er einnig víða lokað vegna veðurs og er einnig óvissustig víða vegna snjóflóðahættu. Það sama gildir um Norðurland og Norðausturland. Þar eru vegir á óvissustigi og er varað við því að þeir geti lokað með stuttum fyrirvara. Á Austurlandi er Fjarðarheiði ófær en verið er að moka og eystra Vatnsskarð á óvissustigi. Á Suðausturlandi er mikið af holum á vegi og hálka á Suðurlandi. Best er að athuga stöðu veðurs og færðar hjá Veðurstofu og Vegagerð áður en haldið er út. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Minnkandi norðlæg átt, 5-13 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst. Á sunnudag: Norðaustlæg átt 5-13 og stöku él sums staðar. Frost 1 til 9 stig, en hiti um eða yfir frostmarki sunnanlands. Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él á víð og dreif. Frost 0 til 12 stig, mildast syðst. Á þriðjudag: Vaxandi suðaustanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu og hita í kringum frostmark sunnantil. Hægari vindur, bjart með köflum og frost 2 til 8 stig í öðrum landshlutum. Á miðvikudag: Austlæg átt og slydda eða rigning, en bjartviðri norðantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með stöku él suðaustantil, en annars að mestu bjart.
Veður Færð á vegum Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira