Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 07:14 Reykur stígur til himins frá Gasa í gærkvöldi. AP/Ariel Schalit Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira