Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 18:37 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Caroline Brehman Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03