Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. febrúar 2024 21:11 Neyðin í Rafah vex með hverjum deginum sem líður. AP/Fatima Shbair Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“