Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 07:56 Netanyahu á bæði í stríði á Gasa og heima fyrir en hörð mótmæli hafa brotist út í Tel Aviv og víðar þar sem kallað er eftir kosningum og frelsun gíslana í haldi Hamas. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira