Enski boltinn

Arnór lagði upp mikil­vægt jöfnunar­mark

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór var nýkominn inn af bekknum þegar hann lagði upp jöfnunarmark Blackburn.
Arnór var nýkominn inn af bekknum þegar hann lagði upp jöfnunarmark Blackburn. Nick Potts/Getty Images

Blackburn Rovers gerði 1-1 jafntefli við Millwall í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Stigið þýðir að Blackburn er áfram fyrir ofan Millwall í töflunni en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu.

Sjö leikir í 36. umferð ensku B-deildarinnar fóru fram í kvöld. Alls leika liðin 46 leiki og því enn fjöldi stiga í pottinum en sem stendur er fallbarátta deildarinnar hreint út sagt ótrúleg.

Aðeins skilja fjögur stig Sheffield Wednesday, í næstneðsta sæti (23.) og Swansea City sem situr í 15. sæti. Hefði Arnór Sigurðsson ekki komið inn af bekknum og lagt upp jöfnunarmark Sammie Szmodics - fyrrverandi leikmann Peterborough United - á 63. mínútu í kvöld væri Blackburn aðeins stigi frá fallsæti. 

Þess í stað eru Arnór og félagar í 17. sæti með 40 stig. Plymouth Argyle er sæti ofar, einnig með 40 stig. Þá er Millwall sæti neðar, einnig með 40 stig. Birmingham City er svo með 39 á meðan Q.P.R., Huddersfield Town, Stoke City og Sheffield W. eru öll með 38 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×