Enski boltinn

„Vill vera leik­maðurinn fyrir stóru leikina“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Phil Foden skoraði tvö mörk í dag og var almennt allt í öllu í sóknarleik Man City.
Phil Foden skoraði tvö mörk í dag og var almennt allt í öllu í sóknarleik Man City. Michael Regan/Getty Images

Phil Foden skoraði tvívegis í 3-1 sigri Manchester City á nágrönnum sínum í Man United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

„Markmið mitt er að sýna hvað ég get í stóru leikjunum. Það er það sem ég vil gera og tel mig hafa sannað það á þessari leiktíð. Ég þarf bara að halda áfram að leggja hart að mér,“ sagði Foden við Sky Sports eftir leik.

„Ég skil hvað þessir leikur þýðir fyrir áhorfendurnar, nágrannaslagur á Etihad-vellinum. Þessi leikur skiptir mig öllu máli, að skora gerir hann enn betri en í dag snerist þetta fyrst og fremst um sigur.

„Hann hefur verið í heimsklassa á þessari leiktíð. Hann hefur sýnt hvað hann getur og við búumst við miklu af honum. Hann þarf að halda dampi,“ sagði fyrirliðinn Kyle Walker um Foden.

„Við treystum honum. Við þurfum mikilvæga leikmenn eins og hann til að vinna leiki,“ bætti Walker við. Þá hefur Pep Guardiola, þjálfari City, sagt Foden vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Man City er í 2. sæti ensku deildarinnar, stigi á eftir Liverpool, þegar bæði lið eiga 11 leiki eftir í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×