Enski boltinn

Næstum ára­tugur síðan Man Utd tapaði síðast þegar liðið var yfir í hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Rashford kom Manchester United yfir í gær.
Marcus Rashford kom Manchester United yfir í gær. EPA-EFE/ASH ALLEN

Manchester City lagði Manchester United 3-1 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir í Man United voru hins vegar 1-0 yfir í hálfleik en liðið hafði farið 143 deildarleiki án taps þegar það var yfir í hálfleik.

Þrátt fyrir að Man United hafi ekki átt sjö dagana sæla á yfirstandandi leiktíð og náð nýjum botni ítrekað undanfarin ár þá var næstum áratugur síðan liðið var yfir í hálfleik en endaði með að tapa leiknum.

Það gerðist í gær, sunnudaginn 3. mars, en þar áður gerðist það 21. september árið 2014 þegar Man United var 2-1 yfir gegn Leicester City á útivelli. Sá leikur endaði með 5-3 sigri Leicester.

Í gær var mótherji Man United töluvert sterkari en þegar Leicester vann sá það engin/n fyrir að liðið yrði Englandsmeistari tímabilið eftir. 

Það sem leikirnir eiga hins vegar sameiginlegt er að það var Hollendingur við stjórnvölin. Louis van Gaal stóð á hliðarlínunni gegn Leicester og Erik ten Hag gegn Manchester City.

Man United er sem stendur í 6. sæti með 44 stig, ellefu minna en Aston Villa í 4. sætinu.


Tengdar fréttir

Heimamenn komu til baka á heimavelli

Manchester City lagði Manchester United 3-1 í stórleik ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Gestirnir komust óvænt yfir og leiddu í hálfleik en tvö mörk frá Phil Foden tryggðu heimamönnum sigurinn. Erling Braut Håland kórónaði svo sigurinn í blálokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×