Enski boltinn

Totten­ham dreymir um Evrópu­sæti eftir endur­komu­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romero og Maddison komu að markinu sem kom Tottenham yfir í dag.
Romero og Maddison komu að markinu sem kom Tottenham yfir í dag. Richard Pelham/Getty Images

Tottenham Hotspur lagði Crystal Palace 3-1 í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. West Ham United, Fulham og Newcastle United unnu þá góða sigra.

Tottenham og Aston Villa eru í harðri baráttu um fjórða og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sigur Tottenham var því gríðarlega mikilvægur en liðið skorað tvívegis með skömmu millibili undir lok leiks eftir að Palace komst yfir.

Staðan var markalaus í hálfleik en Eberechi Eze kom gestunum yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu þegar tæp klukkustund var liðin. Þegar þrettán mínútur lifðu leiks þá jafnaði Timo Werner metin fyrir Spurs eftir undirbúning Brennan Johnson.

Þremur mínútum síðar kom miðvörðurinn Cristian Romero heimaliðinu 2-1 yfir þegar hann stangaði fyrirgjöf James Maddison í netið. Á 88. mínútu gulltryggði Son Heung-Min svo sigur Tottenham. Lokatölur 3-1 og Spurs nú með 50 stig í 5. sæti deildarinnar, tveimur minna en Villa sem situr sæti ofar þegar 12 umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Önnur úrslit

  • Newcastle United 2-0 Úlfarnir (1-0; Alexander Isak. 2-0; Anthony Gordon)
  • West Ham 3-1 Everton (0-1; Beto, 1-1; Kurt Zouma, 2-1; Tomáš Souček, 3-1 Edson Álvarez)
  • Fulham 3-0 Brighton (1-0; Harry Wilson, 2-0; Rodrigo Muniz, 3-0; Adama Traoré)Fleiri fréttir

Sjá meira


×