Erlent

McConnell lætur gott heita

Samúel Karl Ólason skrifar
Mitch McConnell, sem er 82 ára gamall, ætlar að sitja á þingi til janúar 2027.
Mitch McConnell, sem er 82 ára gamall, ætlar að sitja á þingi til janúar 2027. AP/Mariam Zuhaib

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum.

Þar af hefur McConnell, sem varð 82 ára gamall í síðustu viku, verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Samflokksmenn hans hafa á undanförnum mánuðum haft áhyggjur af heilsu hans eftir að hann braut bein við fall og virtist tvisvar sinnum frjósa í þinghúsinu.

Sjá einnig: Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus

„Einn af vanmetnustu hæfileikum lífsins er að vita hvenær kominn er tími til að líta til næsta kafla,“ hefur AP fréttaveitan eftir McConnell.

McConnell ætlar þó að sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár.

Repúblikanaflokkurinn hefur gengið í gegnum ákveðna umbreytingu á undanförnum árum og hefur Donald Trump náð hörðu taki á flokknum. Hann og McConnell hafa lengi eldað grátt silfur en sá síðarnefndi hefur aldrei viljað taka undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum í nóvember 2020 og þar að auki sagði McConnell opinberlega í janúar 2021 að Trump bæri ábyrgð á árásinni á þinghúsið.

Þá er McConnell einn fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hefur ekki lýst yfir stuðningi við nýtt framboð Trumps, þó margir hafi þrýst á hann með að gera svo. Fregnir hafa borist af því að Trump og McConnell hafi ekki talað saman í nokkur ár.

Í gegnum árin hefur McConnell lagt gífurlega áherslu á að fjölga íhaldssömum dómurum á öllum dómstigum í Bandaríkjunum en sérstaklega í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann var í fremstu víglínu þegar Repúblikanar í öldungadeildinni neituðu að taka fyrir tilnefningu Baracks Obama á nýjum dómara árið 2016 eftir að Antonin Scalia dó.

Scalia dó í febrúar það ár og sagði McConnell að ekki væri rétt að staðfesta nýjan dómara á síðasta ári forseta. Forsetakosningar fóru fram í nóvember það ár og þá vann Donald Trump.

McConnell veigraði sér þó ekki við því að staðfesta nýjan hæstaréttardómarar nokkrum vikum fyrir forsetakosningarnar 2020, þegar Trump tapaði.

Þá kom McConnell í veg fyrir allar tilnefningar alríkisdómara á síðasta ári Obama í embætti. Um markvissa áætlun Repúblikana var að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara.


Tengdar fréttir

Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð

Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins.

Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars.

Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Fraus aftur í miðri setningu

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi.

Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×