Fraus aftur í miðri setningu Máni Snær Þorláksson skrifar 30. ágúst 2023 21:38 Mitch McConnell fraus aftur í skamma stund á blaðamannafundi í dag. EPA/SHAWN THEW Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira