Ekki fyrir fram ákveðin atburðarás: „Sá þetta bara í fjölmiðlum“ Aron Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Aron Jóhannsson er ekki á förum frá Val. Hann hefur krotað undir nýjan samning við félagið og bundið enda á sögusagnir Vísir/Arnar Halldórsson Eftir nokkurt óvissutímabil hefur Aron Jóhannsson skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiðablik reyndi að klófesta miðjumanni reynda en án árangurs. Hann þvertekur fyrir að um fyrir fram ákveðna atburðarás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samningsstöðu sína gagnvart Val. „Ég er bara spenntur fyrir komandi tímum og ánægður með þetta. Þessu óvissustigi er nú lokið. Ég verð hérna allavegana næstu árin,“ segir Aron í samtali við Vísi en nýr samningur hans við Val gildir til næstu tveggja ára. Þú talar um óvissustig. Fyrri samningur þinn við við Val var að nálgast sinn endapunkt og Breiðablik lagði fram kauptilboð í þig. Var einhver óvissa af þinni hálfu gagnvart því að þú myndir vera áfram mála hjá Val eða færa þig um set? „Það voru einhverjir orðrómar í gangi og maður reynir bara að pæla sem minnst í þeim. En ég er ánægður með þessa niðurstöðu, er spenntur fyrir komandi tímum hér. Við erum spenntir fyrir næsta tímabili og viljum gera betur en í fyrra. Voru einhver meiri samskipti á milli þarna við Breiðablik. Var þetta kostur sem þú varst að skoða? „Tilboðinu var hafnað. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk allavegana að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjölmiðlum, sá líka seinna í fjölmiðlum að tilboðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosalega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað atburðarás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niðurstöðu.“ Stjörnuleikur umboðsmannsins? Staða Arons hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið enda um að ræða einn besta leikmann Bestu deildar og því ætti það ekki að koma á óvart að félög væru að horfa hýru auga til hans með tilliti til samningsstöðu hans. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var nýjum samningi Arons við Val lýst sem stjörnuleik hjá umboðsmanni hans. Áhugi Breiðabliks hafi verið settur af stað með það sem markmið að fá nýjan samning fyrir Aron á Hlíðarenda. Var þetta fyrir fram ákveðin atburðarás hjá þér og umboðsmanni þínum með það fyrir augum að koma þér í betri samningsstöðu? „Nei. Allavegana ekki af minni hálfu. Ég er með umboðsmann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er ástæðan fyrir því að sú umboðsskrifstofa er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leikmann og þetta gekk allt eftir held ég.“ Aron í leik með Val Vísir/Diego Skýr markmið Aron sneri aftur hingað heim til Íslands fyrir tveimur árum síðan en félaginu hefur á þeim tíma ekki tekist að ná sínu aðal markmiði. Að standa uppi sem meistari. „Við höfum gengið í gegnum svona upp og niður tímabil. Við viljum vinna alla titla sem í boði eru. Frá því að ég kom heim höfum við ekki náð að gera það. Við erum með skýr markmið fyrir þetta tímabil, að standa uppi með einn eða titla að því afloknu.“ Til þess að það gerist munu Valsmenn þurfa að skáka liðum á borð við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem hlupu í burtu með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Arnar Grétarsson er þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur endaði það tímabil í öðru sæti en telur Aron að liðið sé betur í stakk búið til þess að berjast við Víkinga á komandi tímabili? „Já. Maður tekur hatt sinn ofan fyrir Víkingum og frammistöðu þeirra á síðasta tímabili. Þeir áttu frábært ár og eru núna liðið sem þarf að skáka. Við erum að undirbúa okkur fyrir það að vera í baráttunni við þá. Svo eru lið eins og Breiðablik og Stjarnan sem eru að koma vel inn í þetta líka.“ Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil, verði jafnara heldur en upp á síðkastið og vonandi verður það svoleiðis. En þótt að ég voni að þetta verði spennandi, þá vona ég líka á sama tíma að við stöndum uppi sem sigurvegarar í lokin.“ Einn af mörgum þáttum sem heilla við Val Aron hafði nýlokið æfingu með Val þegar að hann ræddi við íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 en Valsmenn æfa alltaf fyrir hádegi, eitthvað sem verður að teljast ansi óvenjulegt hér á landi en á sama tíma afar heillandi, líkt og Aron lætur í ljós uppi. „Mér finnst það klárlega. Ástæðan fyrir því að það er gott að vera hér á Hlíðarenda, ein af mörgum, er sú að við æfum fyrir hádegi. Flestir okkar, sér í lagi eldri strákarnir, erum með fjölskyldu og börn og því er þetta mjög hentugur tími fyrir okkur og klárlega aðlagandi punktur fyrir það að vera hér í Val. Maður fær að vera meira heima, getur verið að sækja krakkana í skólann og verja meiri tíma með fjölskyldunni.“ Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Ég er bara spenntur fyrir komandi tímum og ánægður með þetta. Þessu óvissustigi er nú lokið. Ég verð hérna allavegana næstu árin,“ segir Aron í samtali við Vísi en nýr samningur hans við Val gildir til næstu tveggja ára. Þú talar um óvissustig. Fyrri samningur þinn við við Val var að nálgast sinn endapunkt og Breiðablik lagði fram kauptilboð í þig. Var einhver óvissa af þinni hálfu gagnvart því að þú myndir vera áfram mála hjá Val eða færa þig um set? „Það voru einhverjir orðrómar í gangi og maður reynir bara að pæla sem minnst í þeim. En ég er ánægður með þessa niðurstöðu, er spenntur fyrir komandi tímum hér. Við erum spenntir fyrir næsta tímabili og viljum gera betur en í fyrra. Voru einhver meiri samskipti á milli þarna við Breiðablik. Var þetta kostur sem þú varst að skoða? „Tilboðinu var hafnað. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk allavegana að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjölmiðlum, sá líka seinna í fjölmiðlum að tilboðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosalega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað atburðarás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niðurstöðu.“ Stjörnuleikur umboðsmannsins? Staða Arons hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið enda um að ræða einn besta leikmann Bestu deildar og því ætti það ekki að koma á óvart að félög væru að horfa hýru auga til hans með tilliti til samningsstöðu hans. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var nýjum samningi Arons við Val lýst sem stjörnuleik hjá umboðsmanni hans. Áhugi Breiðabliks hafi verið settur af stað með það sem markmið að fá nýjan samning fyrir Aron á Hlíðarenda. Var þetta fyrir fram ákveðin atburðarás hjá þér og umboðsmanni þínum með það fyrir augum að koma þér í betri samningsstöðu? „Nei. Allavegana ekki af minni hálfu. Ég er með umboðsmann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er ástæðan fyrir því að sú umboðsskrifstofa er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leikmann og þetta gekk allt eftir held ég.“ Aron í leik með Val Vísir/Diego Skýr markmið Aron sneri aftur hingað heim til Íslands fyrir tveimur árum síðan en félaginu hefur á þeim tíma ekki tekist að ná sínu aðal markmiði. Að standa uppi sem meistari. „Við höfum gengið í gegnum svona upp og niður tímabil. Við viljum vinna alla titla sem í boði eru. Frá því að ég kom heim höfum við ekki náð að gera það. Við erum með skýr markmið fyrir þetta tímabil, að standa uppi með einn eða titla að því afloknu.“ Til þess að það gerist munu Valsmenn þurfa að skáka liðum á borð við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem hlupu í burtu með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Arnar Grétarsson er þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur endaði það tímabil í öðru sæti en telur Aron að liðið sé betur í stakk búið til þess að berjast við Víkinga á komandi tímabili? „Já. Maður tekur hatt sinn ofan fyrir Víkingum og frammistöðu þeirra á síðasta tímabili. Þeir áttu frábært ár og eru núna liðið sem þarf að skáka. Við erum að undirbúa okkur fyrir það að vera í baráttunni við þá. Svo eru lið eins og Breiðablik og Stjarnan sem eru að koma vel inn í þetta líka.“ Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil, verði jafnara heldur en upp á síðkastið og vonandi verður það svoleiðis. En þótt að ég voni að þetta verði spennandi, þá vona ég líka á sama tíma að við stöndum uppi sem sigurvegarar í lokin.“ Einn af mörgum þáttum sem heilla við Val Aron hafði nýlokið æfingu með Val þegar að hann ræddi við íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 en Valsmenn æfa alltaf fyrir hádegi, eitthvað sem verður að teljast ansi óvenjulegt hér á landi en á sama tíma afar heillandi, líkt og Aron lætur í ljós uppi. „Mér finnst það klárlega. Ástæðan fyrir því að það er gott að vera hér á Hlíðarenda, ein af mörgum, er sú að við æfum fyrir hádegi. Flestir okkar, sér í lagi eldri strákarnir, erum með fjölskyldu og börn og því er þetta mjög hentugur tími fyrir okkur og klárlega aðlagandi punktur fyrir það að vera hér í Val. Maður fær að vera meira heima, getur verið að sækja krakkana í skólann og verja meiri tíma með fjölskyldunni.“
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira