Ekki fyrir fram ákveðin atburðarás: „Sá þetta bara í fjölmiðlum“ Aron Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Aron Jóhannsson er ekki á förum frá Val. Hann hefur krotað undir nýjan samning við félagið og bundið enda á sögusagnir Vísir/Arnar Halldórsson Eftir nokkurt óvissutímabil hefur Aron Jóhannsson skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiðablik reyndi að klófesta miðjumanni reynda en án árangurs. Hann þvertekur fyrir að um fyrir fram ákveðna atburðarás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samningsstöðu sína gagnvart Val. „Ég er bara spenntur fyrir komandi tímum og ánægður með þetta. Þessu óvissustigi er nú lokið. Ég verð hérna allavegana næstu árin,“ segir Aron í samtali við Vísi en nýr samningur hans við Val gildir til næstu tveggja ára. Þú talar um óvissustig. Fyrri samningur þinn við við Val var að nálgast sinn endapunkt og Breiðablik lagði fram kauptilboð í þig. Var einhver óvissa af þinni hálfu gagnvart því að þú myndir vera áfram mála hjá Val eða færa þig um set? „Það voru einhverjir orðrómar í gangi og maður reynir bara að pæla sem minnst í þeim. En ég er ánægður með þessa niðurstöðu, er spenntur fyrir komandi tímum hér. Við erum spenntir fyrir næsta tímabili og viljum gera betur en í fyrra. Voru einhver meiri samskipti á milli þarna við Breiðablik. Var þetta kostur sem þú varst að skoða? „Tilboðinu var hafnað. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk allavegana að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjölmiðlum, sá líka seinna í fjölmiðlum að tilboðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosalega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað atburðarás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niðurstöðu.“ Stjörnuleikur umboðsmannsins? Staða Arons hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið enda um að ræða einn besta leikmann Bestu deildar og því ætti það ekki að koma á óvart að félög væru að horfa hýru auga til hans með tilliti til samningsstöðu hans. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var nýjum samningi Arons við Val lýst sem stjörnuleik hjá umboðsmanni hans. Áhugi Breiðabliks hafi verið settur af stað með það sem markmið að fá nýjan samning fyrir Aron á Hlíðarenda. Var þetta fyrir fram ákveðin atburðarás hjá þér og umboðsmanni þínum með það fyrir augum að koma þér í betri samningsstöðu? „Nei. Allavegana ekki af minni hálfu. Ég er með umboðsmann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er ástæðan fyrir því að sú umboðsskrifstofa er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leikmann og þetta gekk allt eftir held ég.“ Aron í leik með Val Vísir/Diego Skýr markmið Aron sneri aftur hingað heim til Íslands fyrir tveimur árum síðan en félaginu hefur á þeim tíma ekki tekist að ná sínu aðal markmiði. Að standa uppi sem meistari. „Við höfum gengið í gegnum svona upp og niður tímabil. Við viljum vinna alla titla sem í boði eru. Frá því að ég kom heim höfum við ekki náð að gera það. Við erum með skýr markmið fyrir þetta tímabil, að standa uppi með einn eða titla að því afloknu.“ Til þess að það gerist munu Valsmenn þurfa að skáka liðum á borð við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem hlupu í burtu með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Arnar Grétarsson er þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur endaði það tímabil í öðru sæti en telur Aron að liðið sé betur í stakk búið til þess að berjast við Víkinga á komandi tímabili? „Já. Maður tekur hatt sinn ofan fyrir Víkingum og frammistöðu þeirra á síðasta tímabili. Þeir áttu frábært ár og eru núna liðið sem þarf að skáka. Við erum að undirbúa okkur fyrir það að vera í baráttunni við þá. Svo eru lið eins og Breiðablik og Stjarnan sem eru að koma vel inn í þetta líka.“ Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil, verði jafnara heldur en upp á síðkastið og vonandi verður það svoleiðis. En þótt að ég voni að þetta verði spennandi, þá vona ég líka á sama tíma að við stöndum uppi sem sigurvegarar í lokin.“ Einn af mörgum þáttum sem heilla við Val Aron hafði nýlokið æfingu með Val þegar að hann ræddi við íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 en Valsmenn æfa alltaf fyrir hádegi, eitthvað sem verður að teljast ansi óvenjulegt hér á landi en á sama tíma afar heillandi, líkt og Aron lætur í ljós uppi. „Mér finnst það klárlega. Ástæðan fyrir því að það er gott að vera hér á Hlíðarenda, ein af mörgum, er sú að við æfum fyrir hádegi. Flestir okkar, sér í lagi eldri strákarnir, erum með fjölskyldu og börn og því er þetta mjög hentugur tími fyrir okkur og klárlega aðlagandi punktur fyrir það að vera hér í Val. Maður fær að vera meira heima, getur verið að sækja krakkana í skólann og verja meiri tíma með fjölskyldunni.“ Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
„Ég er bara spenntur fyrir komandi tímum og ánægður með þetta. Þessu óvissustigi er nú lokið. Ég verð hérna allavegana næstu árin,“ segir Aron í samtali við Vísi en nýr samningur hans við Val gildir til næstu tveggja ára. Þú talar um óvissustig. Fyrri samningur þinn við við Val var að nálgast sinn endapunkt og Breiðablik lagði fram kauptilboð í þig. Var einhver óvissa af þinni hálfu gagnvart því að þú myndir vera áfram mála hjá Val eða færa þig um set? „Það voru einhverjir orðrómar í gangi og maður reynir bara að pæla sem minnst í þeim. En ég er ánægður með þessa niðurstöðu, er spenntur fyrir komandi tímum hér. Við erum spenntir fyrir næsta tímabili og viljum gera betur en í fyrra. Voru einhver meiri samskipti á milli þarna við Breiðablik. Var þetta kostur sem þú varst að skoða? „Tilboðinu var hafnað. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk allavegana að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjölmiðlum, sá líka seinna í fjölmiðlum að tilboðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosalega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað atburðarás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niðurstöðu.“ Stjörnuleikur umboðsmannsins? Staða Arons hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið enda um að ræða einn besta leikmann Bestu deildar og því ætti það ekki að koma á óvart að félög væru að horfa hýru auga til hans með tilliti til samningsstöðu hans. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var nýjum samningi Arons við Val lýst sem stjörnuleik hjá umboðsmanni hans. Áhugi Breiðabliks hafi verið settur af stað með það sem markmið að fá nýjan samning fyrir Aron á Hlíðarenda. Var þetta fyrir fram ákveðin atburðarás hjá þér og umboðsmanni þínum með það fyrir augum að koma þér í betri samningsstöðu? „Nei. Allavegana ekki af minni hálfu. Ég er með umboðsmann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er ástæðan fyrir því að sú umboðsskrifstofa er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leikmann og þetta gekk allt eftir held ég.“ Aron í leik með Val Vísir/Diego Skýr markmið Aron sneri aftur hingað heim til Íslands fyrir tveimur árum síðan en félaginu hefur á þeim tíma ekki tekist að ná sínu aðal markmiði. Að standa uppi sem meistari. „Við höfum gengið í gegnum svona upp og niður tímabil. Við viljum vinna alla titla sem í boði eru. Frá því að ég kom heim höfum við ekki náð að gera það. Við erum með skýr markmið fyrir þetta tímabil, að standa uppi með einn eða titla að því afloknu.“ Til þess að það gerist munu Valsmenn þurfa að skáka liðum á borð við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem hlupu í burtu með Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Arnar Grétarsson er þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur endaði það tímabil í öðru sæti en telur Aron að liðið sé betur í stakk búið til þess að berjast við Víkinga á komandi tímabili? „Já. Maður tekur hatt sinn ofan fyrir Víkingum og frammistöðu þeirra á síðasta tímabili. Þeir áttu frábært ár og eru núna liðið sem þarf að skáka. Við erum að undirbúa okkur fyrir það að vera í baráttunni við þá. Svo eru lið eins og Breiðablik og Stjarnan sem eru að koma vel inn í þetta líka.“ Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil, verði jafnara heldur en upp á síðkastið og vonandi verður það svoleiðis. En þótt að ég voni að þetta verði spennandi, þá vona ég líka á sama tíma að við stöndum uppi sem sigurvegarar í lokin.“ Einn af mörgum þáttum sem heilla við Val Aron hafði nýlokið æfingu með Val þegar að hann ræddi við íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 en Valsmenn æfa alltaf fyrir hádegi, eitthvað sem verður að teljast ansi óvenjulegt hér á landi en á sama tíma afar heillandi, líkt og Aron lætur í ljós uppi. „Mér finnst það klárlega. Ástæðan fyrir því að það er gott að vera hér á Hlíðarenda, ein af mörgum, er sú að við æfum fyrir hádegi. Flestir okkar, sér í lagi eldri strákarnir, erum með fjölskyldu og börn og því er þetta mjög hentugur tími fyrir okkur og klárlega aðlagandi punktur fyrir það að vera hér í Val. Maður fær að vera meira heima, getur verið að sækja krakkana í skólann og verja meiri tíma með fjölskyldunni.“
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira