Afi eins af krökkunum hans Klopps söng og dansaði í Eurovision Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 13:01 Jayden Danns með deildabikarinn. getty/Robbie Jay Barratt Jayden Danns, einn af krökkunum hans Jürgens Klopp sem spiluðu úrslitaleik enska deildabikarsins, á ansi athyglisverðan afa. Danns kom inn á sem varamaður í framlengingunni í leiknum gegn Chelsea á Wembley. Undir lok hennar skoraði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eina mark leiksins. Í leikslok var meðalaldur leikmanna Liverpool aðeins 22 ár. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hinn tvítugi Harvey Elliott einnig inn á en hann hefur verið lengur í aðalliðinu en hinir. Danns er framherji sem er fæddur í Liverpool 16. janúar 2006. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton Town á dögunum og lagði þá upp mark fyrir Elliott. Pabbi Danns, Neil, var einnig fótboltamaður og fór víða á löngum ferli. Hann lék síðast með Macclesfield og var spilandi þjálfari liðsins. Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Gvæjana og skoraði ellefu mörk. Neil Danns í leik með Gvæjana í Gullbikarnum.getty/Matthew Ashton Pabbi Neils og afi Jaydens var einnig íþróttamaður en hann varð Evrópumeistari á hjólabretti. En honum var fleira til lista lagt. Neil eldri var meðal annars bakraddasöngvari í framlagi Breta til Eurovision 1987. Lagið nefndist „Only the Light“ og var flutt af skoska tónlistarmanninum Rikki, eða Richard Winters Peebles. Sjá má flutning hans og Neils eldri á laginu hér fyrir neðan. „Only the Light“ endaði í 13. sæti af 22 lögum í Eurovision 1987. Bretar fengu 47 stig. Ísraelar gáfu þeim flest stig, eða tíu stig. Rikki fékk ekkert stig frá Íslandi sem endaði í sínu 16. sæti í þessari keppni. Halla Margrét Árnadóttir flutti lagið „Hægt og hljótt“ fyrir Íslands hönd. Dóttir Neils yngri og barnabarn Neils eldri, Hayla, tók þátt í krakkaEurovision fyrir hönd Breta í fyrra. Hún flutti lagið „Back to Life“ ásamt stúlknasveitinni Stand Uniqu3. Enski boltinn Eurovision Tengdar fréttir Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01 Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46 Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31 Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00 „Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Danns kom inn á sem varamaður í framlengingunni í leiknum gegn Chelsea á Wembley. Undir lok hennar skoraði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eina mark leiksins. Í leikslok var meðalaldur leikmanna Liverpool aðeins 22 ár. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hinn tvítugi Harvey Elliott einnig inn á en hann hefur verið lengur í aðalliðinu en hinir. Danns er framherji sem er fæddur í Liverpool 16. janúar 2006. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton Town á dögunum og lagði þá upp mark fyrir Elliott. Pabbi Danns, Neil, var einnig fótboltamaður og fór víða á löngum ferli. Hann lék síðast með Macclesfield og var spilandi þjálfari liðsins. Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Gvæjana og skoraði ellefu mörk. Neil Danns í leik með Gvæjana í Gullbikarnum.getty/Matthew Ashton Pabbi Neils og afi Jaydens var einnig íþróttamaður en hann varð Evrópumeistari á hjólabretti. En honum var fleira til lista lagt. Neil eldri var meðal annars bakraddasöngvari í framlagi Breta til Eurovision 1987. Lagið nefndist „Only the Light“ og var flutt af skoska tónlistarmanninum Rikki, eða Richard Winters Peebles. Sjá má flutning hans og Neils eldri á laginu hér fyrir neðan. „Only the Light“ endaði í 13. sæti af 22 lögum í Eurovision 1987. Bretar fengu 47 stig. Ísraelar gáfu þeim flest stig, eða tíu stig. Rikki fékk ekkert stig frá Íslandi sem endaði í sínu 16. sæti í þessari keppni. Halla Margrét Árnadóttir flutti lagið „Hægt og hljótt“ fyrir Íslands hönd. Dóttir Neils yngri og barnabarn Neils eldri, Hayla, tók þátt í krakkaEurovision fyrir hönd Breta í fyrra. Hún flutti lagið „Back to Life“ ásamt stúlknasveitinni Stand Uniqu3.
Enski boltinn Eurovision Tengdar fréttir Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01 Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46 Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31 Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00 „Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01
Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46
Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31
Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00
„Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30