Afi eins af krökkunum hans Klopps söng og dansaði í Eurovision Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 13:01 Jayden Danns með deildabikarinn. getty/Robbie Jay Barratt Jayden Danns, einn af krökkunum hans Jürgens Klopp sem spiluðu úrslitaleik enska deildabikarsins, á ansi athyglisverðan afa. Danns kom inn á sem varamaður í framlengingunni í leiknum gegn Chelsea á Wembley. Undir lok hennar skoraði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eina mark leiksins. Í leikslok var meðalaldur leikmanna Liverpool aðeins 22 ár. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hinn tvítugi Harvey Elliott einnig inn á en hann hefur verið lengur í aðalliðinu en hinir. Danns er framherji sem er fæddur í Liverpool 16. janúar 2006. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton Town á dögunum og lagði þá upp mark fyrir Elliott. Pabbi Danns, Neil, var einnig fótboltamaður og fór víða á löngum ferli. Hann lék síðast með Macclesfield og var spilandi þjálfari liðsins. Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Gvæjana og skoraði ellefu mörk. Neil Danns í leik með Gvæjana í Gullbikarnum.getty/Matthew Ashton Pabbi Neils og afi Jaydens var einnig íþróttamaður en hann varð Evrópumeistari á hjólabretti. En honum var fleira til lista lagt. Neil eldri var meðal annars bakraddasöngvari í framlagi Breta til Eurovision 1987. Lagið nefndist „Only the Light“ og var flutt af skoska tónlistarmanninum Rikki, eða Richard Winters Peebles. Sjá má flutning hans og Neils eldri á laginu hér fyrir neðan. „Only the Light“ endaði í 13. sæti af 22 lögum í Eurovision 1987. Bretar fengu 47 stig. Ísraelar gáfu þeim flest stig, eða tíu stig. Rikki fékk ekkert stig frá Íslandi sem endaði í sínu 16. sæti í þessari keppni. Halla Margrét Árnadóttir flutti lagið „Hægt og hljótt“ fyrir Íslands hönd. Dóttir Neils yngri og barnabarn Neils eldri, Hayla, tók þátt í krakkaEurovision fyrir hönd Breta í fyrra. Hún flutti lagið „Back to Life“ ásamt stúlknasveitinni Stand Uniqu3. Enski boltinn Eurovision Tengdar fréttir Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01 Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46 Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31 Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00 „Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Danns kom inn á sem varamaður í framlengingunni í leiknum gegn Chelsea á Wembley. Undir lok hennar skoraði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eina mark leiksins. Í leikslok var meðalaldur leikmanna Liverpool aðeins 22 ár. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hinn tvítugi Harvey Elliott einnig inn á en hann hefur verið lengur í aðalliðinu en hinir. Danns er framherji sem er fæddur í Liverpool 16. janúar 2006. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton Town á dögunum og lagði þá upp mark fyrir Elliott. Pabbi Danns, Neil, var einnig fótboltamaður og fór víða á löngum ferli. Hann lék síðast með Macclesfield og var spilandi þjálfari liðsins. Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Gvæjana og skoraði ellefu mörk. Neil Danns í leik með Gvæjana í Gullbikarnum.getty/Matthew Ashton Pabbi Neils og afi Jaydens var einnig íþróttamaður en hann varð Evrópumeistari á hjólabretti. En honum var fleira til lista lagt. Neil eldri var meðal annars bakraddasöngvari í framlagi Breta til Eurovision 1987. Lagið nefndist „Only the Light“ og var flutt af skoska tónlistarmanninum Rikki, eða Richard Winters Peebles. Sjá má flutning hans og Neils eldri á laginu hér fyrir neðan. „Only the Light“ endaði í 13. sæti af 22 lögum í Eurovision 1987. Bretar fengu 47 stig. Ísraelar gáfu þeim flest stig, eða tíu stig. Rikki fékk ekkert stig frá Íslandi sem endaði í sínu 16. sæti í þessari keppni. Halla Margrét Árnadóttir flutti lagið „Hægt og hljótt“ fyrir Íslands hönd. Dóttir Neils yngri og barnabarn Neils eldri, Hayla, tók þátt í krakkaEurovision fyrir hönd Breta í fyrra. Hún flutti lagið „Back to Life“ ásamt stúlknasveitinni Stand Uniqu3.
Enski boltinn Eurovision Tengdar fréttir Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01 Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46 Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31 Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00 „Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01
Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46
Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31
Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00
„Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30