Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2024 22:46 Rússneskir hermenn, sem sjá má vinstra megin á myndinni, eru sagðir hafa skotið að minnsta kosti sjö úkraínska hermenn sem höfðu gefist upp nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. Það sýnir úkraínska hermenn skríða upp úr skotgröf, vestur af Bakhmut í austurhluta Úkraínu, og leggjast í jörðina fyrir framan rússneska hermenn. Myndbandið var fyrst birt á netinu á laugardaginn, 24. febrúar. Myndbandið var birt af einskonar umboðsmanni úkraínska þingsins í dag. Hann sagði ódæðið til rannsóknar og að þegar væri búið að bera kennsl á herdeildina sem rússnesku hermennirnir tilheyra. Hann sagði einnig að í heild væru nítján mismunandi mál af þessu tagi til rannsóknar í Úkraínu og að þau vörðuðu morð á 45 úkraínskum stríðsföngum. Tilkynninguna og myndbandið má sjá hér á samfélagsmiðlinum Telegram. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Nokkrir dagar eru síðan yfirvöld í Úkraínu sökuðu rússneska hermenn um að skjóta særða úkraínska fanga til bana í borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa. Sjá einnig: Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa einnig birt myndbönd af sér skjóta úkraínska stríðsfanga eða taka þá af lífi með öðrum hætti. Í einu tilfelli birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar einn hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni, áður en hann skaut Úkraínumanninn í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Það sýnir úkraínska hermenn skríða upp úr skotgröf, vestur af Bakhmut í austurhluta Úkraínu, og leggjast í jörðina fyrir framan rússneska hermenn. Myndbandið var fyrst birt á netinu á laugardaginn, 24. febrúar. Myndbandið var birt af einskonar umboðsmanni úkraínska þingsins í dag. Hann sagði ódæðið til rannsóknar og að þegar væri búið að bera kennsl á herdeildina sem rússnesku hermennirnir tilheyra. Hann sagði einnig að í heild væru nítján mismunandi mál af þessu tagi til rannsóknar í Úkraínu og að þau vörðuðu morð á 45 úkraínskum stríðsföngum. Tilkynninguna og myndbandið má sjá hér á samfélagsmiðlinum Telegram. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Nokkrir dagar eru síðan yfirvöld í Úkraínu sökuðu rússneska hermenn um að skjóta særða úkraínska fanga til bana í borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa. Sjá einnig: Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa einnig birt myndbönd af sér skjóta úkraínska stríðsfanga eða taka þá af lífi með öðrum hætti. Í einu tilfelli birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar einn hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni, áður en hann skaut Úkraínumanninn í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01