Varamennirnir tryggðu Leeds sigur í toppslagnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:05 Archie Gray og Daniel James komu við sögu í kvöld. George Wood/Getty Images Leeds United gerði sér lítið fyrir og lagði Leicester City í uppgjöri toppliða ensku B-deildarinnar. Bæði lið ætla sér beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira