Varamennirnir tryggðu Leeds sigur í toppslagnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:05 Archie Gray og Daniel James komu við sögu í kvöld. George Wood/Getty Images Leeds United gerði sér lítið fyrir og lagði Leicester City í uppgjöri toppliða ensku B-deildarinnar. Bæði lið ætla sér beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Fleiri fréttir Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira
Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Fleiri fréttir Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira