Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:37 Biden tók sjálfu með stuðningsmanni þegar hann heimsótti kaffihús í Los Angeles í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“. Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“.
Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira