Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 14:51 Donald Trump og Joe Biden munu væntanlega mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Biden á mun meira í kosningasjóðum sínum og Trump ver fúlgum fjár í lögfræðikostnað. Það mun mögulega koma niður á kosningabaráttu hans. AP Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09
Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42