Íslenski boltinn

Vals­menn krækja í „eina allra efni­legustu knatt­spyrnu­konu landsins“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val. Valur

Haukar þurfa enn á ný að sætta sig við það að sjá á eftir ungri stórefnilegri knattspyrnukonu leita annað. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefur samið við Val.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru dæmi um leikmenn sem hafa yfirgefið Hauka mjög ungar og nú sér Hafnarfjarðarliðið á eftir stórefnilegri sextán ára stelpu.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er fædd í lok nóvember árið 2007 og verður því ekki sautján ára fyrr en löngu eftir að tímabilinu lýkur.

Ragnheiður Þórunn hefur gert fjögurra ára samning við Valsmenn en í frétt á miðlum Valsmenn þá segja þeir að „hún sé ein allra efnilegasta knattspyrnukona landsins“.

Þrátt fyrir að vera bara fimmtán ára gömul í fyrrasumar þá lék Ragnheiður Þórunn stórt hlutverk með meistaraflokki Hauka og stóð sig mjög vel. Hún skoraði 13 mörk í 17 leikjum í C-deildinni 2023. Hún var einnig með þrjú mörk í tveimur bikarleikjum og skoraði því alls sextán mörk í deild og bikar síðasta sumar.

Ragnheiður Þórunn hefur leikið 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.

„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur að Ragnheiður Þórunn telji að rétti vettvangurinn til þess að efla sig sem leikmann sé hjá okkur í Val. Miðað við þann áhuga sem lið bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt henni er það mikill heiður fyrir félagið að fá hana til okkar,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals, í frétt á miðlum Valsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×