Jafn­tefli sem gerir lítið fyrir bæði lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jöfnunarmarkið í uppsiglingu.
Jöfnunarmarkið í uppsiglingu. Chris Brunskill/Getty Images

Everton og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Um var að ræða sannkallaðn sex stiga fallbaráttuslag.

Fyrr í dag tilkynntu gestirnir að Roy Hodgson væri hættur sem þjálfari liðsins og Oliver Glasner væri tekinn við. Sá náði eftirtektarverðum árangri með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Hann stýrði þó ekki Palace í kvöld, það féll í skaut Paddy McCarthy. Reikna má með Glasner á hliðarlínunni í næsta leik.

Hvað leik kvöldsins varðar þá voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn en það er ekki að því spurt og komust gestirnir yfir á 66. mínútu þegar Jordan Ayew skoraði með þrumuskoti. Amadou Onana jafnaði metin fyrir heimamenn með föstum skalla eftir hornspyrnu Dwight McNeil á 84. mínútu. 

Fleiri urðu mörkin ekki og sex stiga leiknum lauk með jafntefli. Það dugði Everton þó til að komast upp úr fallsæti en liðið er nú með 20 stig að loknum 25 leikjum, jafn mörg og Luton Town sem er sæti neðar með lakari markatölu. Vert er að taka fram að 10 stig hafa verið dregin af Everton á leiktíðinni.

Palace situr í 15. sæti með 25 stig.


Tengdar fréttir

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira